Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms sem dæmdi gjaldtöku landeigenda Reykjahlíðar ólögmæta auk þess að staðfesta lögbann sem sett var á hana.

Í málinu krafðist hluti landeigenda að einkahlutafélagi sem heitir Landeigendur Reykjahlíðar ehf. væri óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að hverum við Námafjall og Leirhnjúk. Hverirnir voru á landi Reykjavhlíðar. Stefnendur höfðuðu málið gegn Landeigendum Reykjahlíðar ehf. héldu því fram að samþykki alla þyrfti fyrir gjaldtökunni. Stefnendur áttu rétt tæplega 30% hlut í landinu, en landið var í óskiptri sameign.

Hæstiréttur taldi með hliðsjón af samþykktum félagsins og tilgangi þess að sameigendr jarðarinnar, þ.e. stefnendur í málinu, hefðu ekki afsalað til félagsins rétti til að taka ákvarðanir sem teldust meiriháttar eða óvenjulegar. Slíkt afsal á réttindum hefðu þurft að vera ótvírætt.

Ákvörðun um að hefja gjaldtöku af ferðamönum og þar með afla tekna af eigninni hefði falið í sér meiriháttar breytingu á nýtingu landareignarinnar.

Auk þess að dæma gjaldtökuna ólögmæta þurfti Landeigendafélagið einnig að greiða stefnendum, sex talsins, eina milljón króna hver í málskostnað.