Núna klukkan 6 síðdegis höfðu mun fleiri kosið kosningunum nú heldur en á sama tíma í forsetakosningunum 2012 í Reykjavík. Forsetakjör stendur yfir og verður hægt að kjósa víðast hvar til 10 í kvöld.

Klukkan 6 síðdegis höfðu 40.870 kosið í Reykjavík í ár miðað við 35.813 fyrir fjórum árum. Á sama tíma höfðu í Suðurkjördæmi 27.947 manns kosið og 6.125 Akureyringar í Norðausturkjördæmi, eða 44,19%, sem er svipað og var árið 2012.

Einnig er meiri kjörsókn í Suðvesturkjördæmi, en klukkan 5 síðdegis höfðu 27.947 manns, eða 41,4% kosningabærra manna kosið í ár, miðað við 22.410 eða 36,1% fyrir fjórum árum.

Frambjóðendurnir munu halda kosningavökur, hver á sínum stað, Andri Snær í Iðnó, Ástþór mun halda bænastund í kirkju Óháða safnaðarins, Davíð í kosningamiðstöðinni Grensásvegi 10, Guðni Th. á Grand Hótel, Guðrún Margrét á heimili sínu við Kríunes 6, Halla á Bryggjunni brugghúsi að Grandagarði 8 og Hildur í fundarsal í sundaborg 1. Sturla verður á Café Mílanó í Skeifunni og Elísabet verður með sína heima hjá sér. Þetta kemur fram á vef Vísis .