Góðar framtíðarhorfur eru í íslensku efnahagslífi samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland. Hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en jafnframt er bent á að lítil, opin hagkerfi eins og Íslands séu viðkvæm fyrir breyttum að stæðum og hagsveiflur séu því miklar.

OECD segir þó að þrátt fyrir að horfur séu góðar skapi þensla hættu á ofhitnun. Stofnunin telur mikilvægt auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin því að bregðast við auknum verðbólguvæntingum.

Skýsluhöfundar segja að hér á landi séu lífskjör góð, fátækt lítil og lífeyriskerfi sjálfbært. Þrátt fyrir það hafi verkföll ýmissa starfstétta og miklar launahækkanir aukið verðbólguþrýsting og ógnað alþjóðlegri samkeppnishæfni, einkum á tíma minnkandi framleiðni. Mikilvægt sé að efla traust meðal aðila á vinnumarkaði og auka samhæfingu til að gera samningaviðræður skilvirkari og hjálpa til við að viðhalda ávinningi fyrir komandi kynnslóðir. Þar að auki er lagt til að ríkissáttasemjara verði veittar auknar heimildir til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum.