Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur safnað 2,5 milljörðum dala sem samsvarar um 250 milljörðum íslenskra króna til kaupa á sjálfstæðum fjárfestingarfélögum (e. private-equity firms). The Wall Street Journal greinir frá .

Slík félög hafa átt miklum vinsældum að fagna á síðustu árum en lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar hafa á undanförnum sett háar upphæðir í stýringu hjá slíkum félögum.

Stefnan er að kaupa litla hluta í meðalstórum félögum sem stýra eignum fyrir andvirði 5-20 milljarða dala.

Alla jafna hafa sjálfstæð fjárfestingarfélög aðeins verið opinn fagfjárfestum og erfitt hefur verið fyrir minni fjárfesta að koma fjármunum í stýringu í slíkum félögum.