Afar grænt er um að litast í Kauphöllinni eftir fyrstu viðskipti dagsins en í morgun birti peningastefnunefnd ákvörðun sína um að lækka stýrivexti úr 4,5% í 4%.

Sextán félög hækkuðu í morgun en heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 1,6 milljörðum króna. Mest hækkuðu Reitir eða um 2,69% í 244 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði Eik eða um 2,12% í 64 milljóna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hefur hækkað um 0,77% þegar þetta er ritað. Engin félög hafa lækkað það sem af er degi.