Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam um 2,1 milljarði króna. Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,52% í viðskiptum dagsins. Grænn dagur var í Kauphöllinni í dag en 14 félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en aðeins eitt félag lækkaði.

Origo leiddi hækkanirnar en verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hækkaði um 4,94% í 39 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næst mest hækkun var hjá Marel en félagið hækkaði um 1,94% í 692 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins eitt félag lækkaði í viðskiptum dagsins en það var Aion banki og lækkaði hann um 0,12%.