Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 14% í 50 milljóna viðskiptum dagsins þar sem alls átján félög af tuttugu hækkuðu í verði. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 3,26% í viðskiptum dagsins og stendur nú 1.652,9 stigum

Fyrir utan Icelandair var mest hækkun á bréfum tryggingafélaganna en bréf TM hækkuðu um 4,8% í 185 milljóna viðskiptum, bréf Sjóvá um 4,5% í 31 milljóna viðskiptum og bréf VÍS um 4,1% í 48 milljóna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Arion banka um 3,9% í 112 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Marel sem hækkuðu um 3,4% í 260 milljóna viðskiptum.