Ferðaþjónustufyrirtækið Allra handa GL ehf. sem er rekstraraðili Gray Line á Íslandi hefur óskað eftir greiðsluskjóli þangað til ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. Frá þessu er greint á vef Vísis .

Fram kemur að tekjur fyrirtækisins síðustu þrjá mánuðina fyrir faraldurinn hafi verið 700 milljónir króna, síðustu þrjá mánuði féllu tekjurnar niður í 680 þúsund krónur. Ekki verður ástandið betra vegna þeirra tafa sem orðið hafa á greiðslu útistandandi viðskiptakrafna.

„Það segir sið því sjálft að aðstæður til greiðslu skulda og afborgana lána eru gríðarlega erfiðar. Greiðsluskjól skapar því nauðsynlegt andrými næstu mánuði og tryggir um leið jafnræði kröfuhafa og lánardrottna gagnvart fyrirtækjunum sem það nýta,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.