Afríkuríkin Tsjad og Angóla hafa samið um að greiðsla 100 milljón dala – um 14 milljarða króna – skuldar hins fyrrnefnda við hið síðarnefnda verði í formi búfjár. BBC Greinir frá .

Búist er við að greiðslan muni taka um áratug og nema 75 þúsund nautgripum, en fyrirkomulagið kemur sér vel fyrir bæði lönd þar sem Tsjad skortir reiðufé en Angóla búfénað.

Hvert dýr verður tekið upp í skuldina á um 186 þúsund krónur, og rúm 1.000 hafa þegar verið afhent.