Greiðslur úr sjúkra- og dagpeningasjóðum hjá tveimur stærstu verkalýðfélögum landsins hafa aukist verulega á þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Hjá VR nemur hækkun um 43% á fyrstu sjö mánuðum ársins en hjá Eflingu hækkuðu dagpeningagreiðslur til félagsmanna á almennum vinnumarkaði um 39% milli ára. Þessa hækkun má rekja til þess að laun hafa hækkað og félögum hefur fjölgað.

Sigríður Ólafsdóttir, sviðstjóri sjúkrasjóðs hjá Eflingu segir í samtali við Morgunblaðið að þó sé ljóst að veikum hefur fjölgað og þeir fái hærri upphæðir greiddar út.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Morgunblaðið að iðgjöld í sjúkrasjóð hafi numið um 1,8 milljónum króna í fyrra og búist sé við að þau verði um tveir milljarðar í ár.