Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman á morgun og í kjölfarið mun vaxtaákvörðun Seðlabankans verða kynnt.

Greiningardeildir bankanna eru einróma um það að nefndin ákvarði að halda vöxtum óbreyttum, 4,25%.

Arion banki kynnti spá sína síðastliðinn miðvikudag og spáði því að seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Íslandsbanki spáði einnig óbreyttum stýrivöxtum en bankinn tilkynnti spána þann 17. ágúst síðastliðinn og Landsbankinn spáði því sama .

Síðustu sex ákvarðanir nefndarinnar hafa verið óbreyttir vextir og eru meginvextir Seðlabankans, bundin innlán til 7 daga, nú 4,25%.