Hinsegin stefnumótaforritið Grindr hefur sætt gagnrýni að undanförnu fyrir að deilum upplýsingum um það hvort notendur séu smitaðir af HIV veirunni með þriðja aðila að því er The Guardian greinir frá.

Upphaflega var það norska hugveitan Sintef sem svipti hulunni af starfsháttum Grindr en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að það hyggðist hætta að veita upplýsingar um HIV smit notenda sinna.

Framkvæmdastjóri tæknisviðs Grindr, Scott Chen, sagði að það væru hefðbundnir starfshættir í greininni að deila slíkum upplýsingum með nánum samstarfsaðilum. Upplýsingarnar væru þó dulkóðaðar og þeir sem hefðu aðgang væru bundnir strangri þagnarskyldu.