Golfsamband Íslands skilaði 731 þúsund króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 3,5 milljóna hagnað árið áður. Afkoma rekstrarársins var í samræmi við áætlanir þar sem gert var ráð fyrir hagnaði upp á hálfa milljón króna. Reikningsár sambandsins nær frá 1. október til 30. september en ársþing þess fór fram um síðustu helgi. Tekjur GSÍ námu tæplega 202 milljónum króna á síðasta ári og hækkuðu um 3 milljónir milli ára.

Rekstrargjöld námu einnig tæplega 202 milljónum og hækkuðu um rúmar 5 milljónir. Eigið fé sambandsins nam 43,8 milljónum í lok rekstrarársins og var eiginfjárhlutfall 56,6%.Þá ert gert ráð fyrir að reka sambandið með 2,5 milljóna tapi á næsta ári en samkvæmt tilkynningu er það meðvituð ákvörðun vegna mikilvægra verkefna í upphafi nýs stefnumótunartímabils sem hefst á næsta ári.