Guðjón Ármann Einarsson framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru launahæstir meðal starfsmanna hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins.

Voru þeir jafnframt einu sem ná að vera með yfir 3 milljónir króna á mánuði, samkvæmt álagningaskrám ríkisskattstjóra, en Guðjón Ármann var með sínu hærri mánaðartekjur, eða 60 þúsund krónum meira en Halldór Benjamín sem fór rétt yfir 3 milljóna markið.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur ríflega 3.700 Íslendinga. Að þessu sinnir eru tveir nýir flokkar í blaðinu. Annars vegar yfir tekjur áhrifavalda á samfélagsmiðlum og hins vegar fasteignasala.

Fimm tekjuhæstu starfsmenn hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins:

  1. Guðjón Ármann Einarsson, frkvstj. Fél. skipstjm. 3,067 milljónir króna
  2. Halldór B. Þorbergsson, frkvstj. SA 3,007 milljónir króna
  3. Pétur Þorsteinn Óskarsson, frkvstj. Íslandsstofu 2,678 milljónir króna
  4. Sigurður Hannesson, frkvstj. Samt. Iðn. 2,582 milljónir króna
  5. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frkvstj. SFS 2,234 milljónir króna

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .