HSÍ hefur náð samkomulagi við Guðmund Þórð Guðmundsson um að taka við landsliði Íslands í handknattleik að því er Vísir fullyrðir. HSÍ mun tilkynna formlega um ákvörðun sína í vikunni.

Verður þetta í þriðja sinn sem Guðmundur mun stýra landsliðinu, en hann stýrði því bæði árin 2001 til 2004 og aftur frá 2008 til 2012. Undir hans stjórn náði liði í silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og brons á Evrópumeistaramótinu í Austurríki árið 2010.

Danska landsliðið varð Ólympíumeistari undir hans stjórn árið 2016 og nýlega stýrði hann landsliði Barein til silfurverðlauna á Asíumótinu.