Vöxtur kínverska hagkerfisins hefur ekki verið hægari síðan 1990 að því er Financial Times greinir frá. Helsta ástæðan fyrir þessu er sögð vera viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna og stefnumótunarákvarðanir stjórnvalda.

Hagvöxtur í Kína á síðasta ári nam 6,6% í samanburði við 6,8% árið 2017. Verg landsframleiðsla á fjórða ársfjórðungi var 6,4% og hefur ekki veri-ð lægri síðan í efnahagshruninu 2008. Vöxtur hefur nú minnkað þriðja ársfjórðunginn í röð.