Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% á milli mánaða og var 583,6 stig í ágúst 2017. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár Íslands.

Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,6%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 8,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 19,1%.

Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð hefur hægt á hækkun vísitölunnar á síðustu mánuðum eins og sést glögglega á ofangreindum tölum og neðangreindu myndefni. Líkt og Viðskiptablaðið hefur áður sagt frá, þá hefur fasteignamarkaðurinn á undanförnu sýnt merki um ákveðna kólnun.