Dow Jones hlutabréfavísitalan hefur fallið um 10,6% það sem af er degi í Bandaríkjunum og er komin undir 19.000 stig. Hún er því orðin lægri en þegar Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna 20. janúar 2017. Vísitalan hefur þó ekki enn fallið á sama stað og þegar Trump var kjörinn forseti 8. nóvember 2016. Þá stóð hún í um 18.300 stigum.

Trump hefur lagt mikla áherslu á hve mikið hlutabréfaverð hafi hækkað í sinni forsetatíð og oft og iðulega hrósað sér og sinni stjórn fyrir hækkun hlutabréfaverðs. Vísitalan var í 25.500 stigum fyrir ríflega mánuði.

Viðskipti voru stöðvuð í kauphöllinni í New York á ný eftir að S&P 500 hlutabréfavísitalan lækkað um 7% á í fyrstu viðskiptum. Lækkun dagsins stendur nú í tæplega 9% og hefur vísitalan fallið um nærri þriðjung á síðustu fjórum vikum.

Boðaður 800 milljarða dollara aðgerðapakki stjórnvalda auk vaxtalækkunar Bandaríska Seðlabankans ásamt öðrum örfunaraðgerðum hafa ekki dugað til enn sem komið er að stöðva lækkun hlutabréfaverðs.

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna lét hafa eftir sér skömmu eftir að Trump tók við embætti að gengi hlutabréfamarkaða merki um hve vel stjórninni gengi.