Hluti af ástæðu mikilla hækkana á verði í bréfum Heimavalla í vikunni er sögð vera sökum sölu á bréfum stórs hluthafa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag . Fram kemur að heimildir herma að veðkall hafi verið gert í hlutabréfum Laugavegar ehf., sem er félag Sturlu Sighvatssonar fjárfestis, í leigufélaginu Heimavöllum.

Bréfin voru seld á markaði í um 140 milljóna króna viðskiptum og með sölunni missti Sturla yfirráð yfir langstærstum hluta af bréfum sínum.

Í samtali við Morgunblaðið hafnar Sturla því að um veðkall hafi verið að ræða og segir að framvirkur samingur um ákveðin bréf hafi ekki verið framlengdur, líkt og vaninn hefur verið á 30 daga fresti. Hann hafi einfaldlega skipt um banka og hyggst hann kaupa bréfin í Heimavöllum aftur með framvirkum samingi hjá Arion banka.

Gengi Heimavalla hækkaði talsvert í vikunni en lokagengi félagsins í Kauphöllinni í gær var 1,17 og hækkuðu bréfin um 5,41% í 46 milljóna króna viðskiptum.