Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,5% um miðjan nóvember, frá síðasta mánuði, og nam hún 141,6 stigum. Mest hækkun var á innfluttu efni, eða um 1,6%, en innlent efni hækkaði um 0,5%.

Á síðustu 12 mánuðum hefur hækkunin einungis verið hærri í október eða 0,6% og í maí, þegar hún nam 1,2%, en engin hækkun var til að mynda í ágúst. Hækkun síðustu 12 mánaða nemur 4,0% að því er Hagstofa Íslands greinir frá.