Eftir eina og hálfa viku án funda munu samninganefndir í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóða og Isavia hittast í dag. Boðaði ríkissáttarsemjari til fundarins síðastliðinn föstudag en ljóst er að enn ber töluvert á milli deiluaðila.

Fjórðungshækkun ekki nægileg

Í frétt RÚV um málið er haft eftir Guðna Sigurðssyni upplýsingafulltrúa ISAVIA að enn sé óljóst hve mikla hækkun flugumferðarstjórar séu að fara fram á.

Hafa Samtök atvinnulífsins sem sjá um að semja fyrir hönd Isavia lagt áherslu á að samningarnir verði í takt við SALEK samkomulagið svokallaða, rammasamning um launaþróun sem tryggja á stöðugleika á vinnumarkaði hér á landi út samningstímann sem er til loka árs 2018.

Guðni segir að það feli í sér 25% launahækkun fyrir flugumferðarstjóra en þeir vilji meira en það og miða við kjör starfsbræðra erlendis sem sé óvenjulegt að gera á íslenskum vinnumarkaði. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur verið í gildi frá því 6. apríl og raskað flugumferð bæði innanlands og í millilandaflugi.