Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí 2016 er 435,5 stig. Til samanburðar var hún 100 í maí 1988. Þannig hækkaði vísitalan um 0,42% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 397,8 stig og hækkaði hún um 0,33% frá apríl. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu .

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,8%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% en vísitalan að húsnæði frádregnu hefur hækkað um 0,3%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í maí 2016, sem er 435,5 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 2016. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.599 stig fyrir júlí 2016.