Verg landsframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,3% á öðrum ársfjórðungi rétt undir spám hagfræðinga. Þetta kemur fram á vef Bloomberg . Neysluverðsvísitalan á svæðinu fór yfir 2% í fyrsta sinn síðan 2012.

Verðbólgan á svæðinu fór yfir verðbólgumarkmið seðlabanka Evrópu og var sú hækkun að milu leyti drifin áfram af hærra orkuverði.

Atvinnuleysi á svæðinu hefur ekki verið lægra síðan 2008 og undirliggjandi verðbólga helst í samræmi við væntingar Seðlabankans.

Í síðustu viku sagði Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, að verndarstefna væri helsta hættan sem steðjaði að efnahagslegri velgengni svæðisins. Hann sagði jafnframt að útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt á svæðinu.