Ragnhildur Geirsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans hefur sagt upp störfum hjá bankanum og mun láta af störfum næstu vikum.

Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum frá árinu 2012 og hefur stýrt mörgum umfangsmiklum verkefnum fyrir bankann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Landsbankinn gaf út fyrir stuttu.

Í fréttatilkynningunni segir Ragnhildur "Það hefur verið ánægjulegt fyrir mig að taka þátt í þeim viðamiklu breytingum sem hafa orðið hjá bankanum undanfarin ár. Ég tel að nú sé réttur tími fyrir mig að leita nýrra tækifæra og takast á við nýjar áskoranir,"

Ragnhildur er fyrrverandi forstjóri plastvöruframleiðands Promens hf. Þar áður starfaði hún sem forstjóri FL Group