Fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne hefur tilkynnt um ákvörðun um að hætta við umdeildar skattkerfisbreytingar. Ástæðuna segir hann vera vegna þess að hann vilji takmarka áhrif niðurskurðaaðgerða ríkisstjórnarinnar á almenning og nauðsyn breytinganna hafi minnkað vegna betri efnahagsaðstæðna.

Talið er að um það bil 3,3 milljónir fjölskyldna hefðu þurft að greiða aukalega um 1.100 pund árlega, eða um 220 þúsund krónur, ef breytingarnar hefðu náð fram að ganga.

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að ná jafnvægi í ríkisfjármálum fyrir árið 2020 og hún hefur því ráðist í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir. Osborne vonaðist til að afla ríkissjóð um 5 milljörðum punda, um þúsund milljarða króna, með skattkerfisbreytingunum en hann muni nú skera enn frekar niður.

Útgjöld til heilbrigðis-, mennta- og varnarmála munu aukast en talið er skorið verði mikið niður á öðrum sviðum, þ. á m. til löggæslu. Gert er ráð fyrir að niðurskurðurinn nemi samtals um 20 milljarða punda og að þar af verði um 12 milljarðar í velferðarmálum. Þetta eru mestu niðurskurður í ríkisfjármálum í Bretlandi til fjölda ára.