Fátt bendir til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn að því er kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Forsendunefnd ASÍ og SA þarf að skila af sér ákvörðun um hvort segja eigi upp samningum fyrir lok febrúar. Hagfræðideild Landsbankans telur að spurningin sem forsendunefnd þurfi að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúi að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi. Kaupmáttarþróun hefur haldið áfram að vera jákvæð, þótt aukning kaupmáttar sé nú hægari en var á síðustu árum.

Eftir standi þá úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin á sama tíma í fyrra. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp að mati Hagfræðideildarinnar.

Samkvæmt núgildandi samningum eiga laun almennt að hækka um 3% þann 1. maí nk. Sú launahækkun kemur ekki til framkvæmda ef samningum verður sagt upp nú um mánaðamótin. Ekki verður í fljótu bragði séð að auðveldlega muni ganga að sækja meiri launahækkanir í nánustu framtíð. Að öllu þessu sögðu hlýtur að teljast ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt er að endurskoðun og viðræður aðila, t.d. viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum