Nýtt kæli- og fyrstivöruhús verður stærsta fjárfestingarverkefni Haga á þessu árið, að því er kemur fram í fjárfestakynningu frá félaginu. Hagar stefna að því að fjárfesta fyrir 3,3 milljarða króna á þessu ári en önnur verkefni verða m.a. nýjar Bónus-verslanir í Garðabæ og Mosfellsbæ, auk uppbyggingar Olís í Vík í Mýrdal.

Áætlaður kostnaður við byggingu vöruhússins er 1.600 milljónir króna. Byggingin mun rísa á lóð Haga við Korngarða og verður 4.100 fermetrar að stærð.

Hagar birtu ársreikning félagsins í gær og var heildarhagnaður síðasta árs 2,3 milljarðar króna, en aðalfundur hefur verið boðaður föstudaginn 7. júní nk.. Stjórn Haga leggur til við aðalfund að arðgreiðslur til hluthafa verði 50% af hagnaði ársins, samtals 1.158 milljónir króna, sem nemur 1,05 krónur á hlut.