Gengi hlutabréfa í Högum hefur hækkað mikið það sem af er árinu. Í byrjun ársins stóð gengið í 35,75 en við lokun markaða í gær stóð gengið í 43,2.

Það þýðir að gengi bréfa í Högum hefur hækkað um tæp 21% á tæpum tveimur mánuðum. Þess ber að geta að samkvæmt endurkaupaáætlun fyrirtækisins frá því í nóvember hafa Hagar keypt 25 milljónir hluta í félaginu. Endurkaupaáætluninni er nú lokið.

Bréfin í Högum fóru hæst í 55,85 en það var 15. maí í fyrra. Eftir það fór að halla undan fæti og var botninum náð í lok október þegar gengið stóð í 33,5.