Hagnaður Haga á fyrsta ársfjórðungi 2016, á tímabilinu mars til maí, nam 948 milljónum króna. Það eru um 4,7% af veltu. Á sama tíma á síðasta ári var hagnaður fyrirtækisins 811 milljónir króna. Það er  tæplega 17% aukning milli ára. Hagnaður fyrir skatta á tímabilinu nam tæplega 1,1 milljarði króna á tímabilinu og var rúmlega milljarður árið á undan.

Sala fyrirtækisins jókst um 7% miðað við sama tímabil árið 2015 og var tæplega 20 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður í heild jókst þá um 275 milljónir króna eða 8,5% milli ára. Kostnaðarhlutfall hækkar þá úr 17,8% í 18%. EBITDA Haga á tímabilinu nam tæplega 1,4 milljörðum króna. Þá var EBITDA rúmlega 1,2 milljarðar króna á sama tíma árið á undan. EBITDA framlegið var þá 6,9% og jókst um 0,4% milli ára.

Eignir Haga námu 31,6 milljörðum króna í lok tímabilsins. Fastafjármunir voru 16,7 milljarðar króna og veltufjármunir 14,9 milljarðar. Birgðir voru þá 5,3 milljarðar króna. Af eignum nam eigið fé 17,3 milljörðum króna en skuldir voru 14,3 milljarðar króna. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á 54,74%. Handbært fé dróst þá saman og nam 1,35 milljörðum króna en var 2,2 milljarðar króna árið á undan.