Ellefu af tuttugu félögum á aðalmarkaði Kauphallarinnar voru græn og tvö félög rauð í viðskiptum dagsins. Smásölufyrirtækið Hagar hækkaði mest allra fyrirtækja eða um 2,3% og vann þar með upp lækkanir í síðustu viku.

Mesta veltan var hlutabréf Arion, eða um 1,7 milljarðar af 3,9 milljarða veltu á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag. Gengi bankans hækkaði um 1,9% og stendur nú í 191 krónu á hlut. Íslandsbanki hækkaði um 0,3% og hlutabréfaverð Kviku stóð í stað.

Hlutabréfagengi Marels stóð í 870 krónum við lokun markaða eftir 1,4% hækkun í dag. Icelandair lækkaði um 1,4% en þó einungis í 51 milljónar viðskiptum. Gengi flugfélagsins stendur nú í 1,71 krónu.