Hlutabréfaverð í Högum hefur hækkað um 9,6% það sem af er ári, sem er mest félaga í Kauphöllinni. Hlutabréfaverð Haga hefur hækkað um 23% síðastliðna þrjá mánuði en um 10,2% undanfarið ár, þar sem hlutabréfaverð Haga fór lækkandi framan af síðasta ári. Þá hefur Sýn hækkað um 8,6%

Lítil breyting varð þó á hlutabréfaverði félagsins í dag, sem lækkaði um 0,1% í 144 milljóna viðskiptum.

Mest hækkaði hlutabréfaverð í Icelandair, um 2,62% í 49 milljóna króna viðskiptum dagsins. Heimavellir hækkuðu um 1,75% og Festi um 1,47%.

Alls var tveggja milljarða króna velta í Kauphöllinni í dag í 139 viðskiptum. Mest velta var með bréf í Símanum upp á 319 milljónir króna, næst mest hjá Regin, um 285 milljónir króna og þá var 158 milljóna króna velta með bréf hjá Sjóvá.

Alls hækkuðu 11 félög í verði en 8 félög lækkuðu en hlutabréfaverð Skeljungs stóð í stað. Mest lækkuðu bréf hjá VÍS eða um 1,69%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% í dag, en Marel, það félag sem vegur þyngst í vísitölunni hækkaði um 0,16%.