Félagið AB varahlutir ehf. sem flytur inn og selur varahluti fyrir bifreiðar og önnur vélknúin tæki skilaði hagnaði fyrir rekstrarárið 2018 upp á 117 milljónir króna. Það er 10% lækkun á milli ára en félagið skilaði 130 milljón króna hagnaði árið 2017.

Rekstrartekjur félagsins breyttust ekki á milli ára en stóð í 836 milljónum króna í lok árs 2018. Rekstrargjöld félagsins hækkuðu hins vegar úr 670 milljónum króna í 688 milljónir eða um 2,6%.

Eignir félagsins hækkuðu milli ára úr 402 milljónum upp í 515 milljónir króna í lok árs 2018 eða um rúmlega 50%. Aukning félagsins á tengda aðila skýrir hækkunina að miklu leiti en þær jukust um 50% milli ára úr 172 milljónum króna í 257 milljónir. Einnig hækkuðu vörubirgðir félagsins úr 141 milljón í 168 milljónir.

Skuldir félagsins drógust lítillega saman milli ára, úr 132 milljónum í 128 eða um 3,1%. Á sama tíma jókst eigið fé úr 271 milljón í 388 eða um 43,2%. Því stendur eiginfjárhlutfall félagsins í rúmlega 75%.

Framkvæmdarstjóri félagsins er Loftur Guðni Matthíasson en eigandi þess er Kostgæfni ehf. sem á 100% hlut. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um arðgreiðslu á aðalfundi félagsins. Starfsmenn félagsins eru 24.