Hagnaður Flugfélagsins Atlanta jókst um 23% á síðasta ári, og nam hann tæplega 7,2 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 947 milljónum íslenskra króna. Hagnaður félagsins árið 2018 var um 5,8 milljónir dollara.

Tekjurnar jukust um 5,8% í 248 milljónir dollara, eða um 33,7 milljarða króna, en rekstrargjöldin jukust um 4,4%, í 236 milljónir dollara. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2019.

Eigið fé félagsins jókst um 4,9%, í 46,6 milljónir, eiginfjárhlutfallið lækkaði úr 59% í 40,3%. Heildareignir jukust um 53,7% í 115,6 milljónir, þar af bættust 33 milljónir í eignfærðan afnotarétt af leiguvélum.

Baldvin Már Hermannsson er forstjóri Flugfélagsins Atlanta.