Bláa lónið hagnaðist um 15,8 milljónir evra eða því sem nemur rúmlega 2 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Þetta kemur fram í samstæðureikngi félagsins. Það aukning um 4,2 milljónir evra eða því sem nemur 513 milljónir milli ára.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 21 milljón evra árið 2015 eða 39% af veltu.

Rekstrartekjur Bláa lónsins voru 54,3 milljónir evra eða um 7 milljarða íslenskra króna, samanborið við 39,8 milljónir evra árið áður.

Eigið fé í árslok 2015 nam 39,9 milljónum evra, 5,1 milljarði íslenskra króna eða því sem nemur 52% af heildarfjármagni. Handbært fé bláa lónsins nam 3,6 milljörðum í lok árs 2015.

Á árinu var hlutafé félagsins aukið um 80 milljónir íslenskra króna og að lokinni aukningunni er hlutafé félagsins 880,5 milljónir og bókfært viðri þess 5,3 milljónir evra.

Þar kemur einnig fram að nú standi yfir framkvæmdir á byggingu hágæða hótels og PSA við Bláa Lónið og þeim miðar vel. Það er áætlað að þeim framkvæmdum ljúki árið 2017.

Dótturfélög Bláa lónsins eru sex; Blue Laggon Clinic ehf., Blue Lagoon international ehf., Blue Lagoon Travel ehf., Eldvörp ehf., Hótel Bláa Lónið ehf. og Íslenskar heilsulindir ehf.

Fjöldi hluthafa í lok ársins var 51, en í upphafi árs 2015 voru þeir 58. Þrír stærstu hluthafar í Bláa lóninu eru Hvatning slhf. sem á 39,1% hlut. HS Orka á 30% hlut og Keila ehf. á 9,2% hlut.

Stjórn félagsins mun leggja tillögu um arðgreiðslu fyrir á aðalfundi.