Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs á öðrum ársfjórðungi þessa árs var meiri heldur en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Frá þessu er greint á vef CNBC .

Tekjur Goldman námu 9,46 milljörðum dollara samanborið við 8,83 milljarða dollara sem spá se gefin var út af Refinitive gaf til kynna. Heildartekjur af fjárfestingabankastarfsemi námu námu 1,86 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi.

Hagnaður á hlut var 5,81 dollari á hlut miðað við 4,89 dollara á hlut samkvæmt spá Refinitive. Hlutabréfaverð í Goldman hækkaði um 1,7% fyrir opnun markaða í dag.

„Á þessum ársfjórðungi höfum við haldið áfram að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum og vaxtið til að þjóna breiðari hóp viðskiptavina," segir David Solomon, sem tók við forstjórastólnum hjá Goldman í október síðastliðnum.

„Við erum í góðri stöðu til að hagnast á sívaxandi heimshagkerfi," bætir hann við í samtali við CNBC.