Hagnaður fjárfestingarbankans Goldman Sach jókst um ríflega fjórðung á 1. ársfjórðungi og nam hann 2,83 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem samsvarar 280 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu.

Er það 26% aukning frá sama tímabili fyrir ári, en hagnaðurinn á hvern hlut nemur 6,95 dölum. Höfðu greinendur búist við 2,21 milljarða hagnaði, eða 5,58 dölum á hvern hlut og að tekjurnar myndu nema 8,74 milljörðum.

Þær námu hins vegar 10,04 milljörðum, sem er ríflega 2 milljarða aukning frá því fyrir ári þegar hagnaðurinn nam 8,03 milljörðum. Arðsemi eigin fjár bankans nam 15,4% á ársfjórðungnum, sem er það hæsta sem verið hefur hjá bankanum í sex ár.

Hafa bréf bankans hækkað um 1,11% í viðskiptum á fyrirmarkaði. Tekjur allra fjögurra deilda bankans hækkuðu á ársfjórðungnum, um 38% í hlutabréfaviðskiptum, 23% í skuldabréfum, gjaldeyri og verðbréfum og fjárfestingarstarfsemi um 5%. Fjárfestingar- og lánadeildin jók svo hagnað sinn um 43% upp í 2 milljarða dali.

Bankinn seldi á ársfjórðungnum síðustu bréfin sín í félaginu TransUnion en heildarhagnaðurinn af sölunni nam 3,3 milljörðum dala. Einnig seldi bankinn AI tæknifyrirtækið Kensho Technologies Inc að því er segir í frétt WSJ .