Hagnaðu bankans HSBC dróst sama um 14% á fyrsta ársfjórðungi í kjölfarið af miklum sveiflum á alþjóðamörkuðum í byrjun árs. Bætist bankinn þannig í hóp með fjölmörgum erlendum bönkum sem skila minnkandi hagnaði milli ára.

Hagnaður bankans fyrir skatt nam 6,1 milljarði dollara og dregst því saman úr 7,1 milljarði dollara á milli ára. Þrátt fyrir það er samdrátturinn minni en spár höfðu gert ráð fyrir.

HSBC sagði upp um 1000 starfsmönnum á fyrstu mánuðum ársins og bankinn stefnir að því að lækka rekstrarkostnað um 5 milljarða dollara á árinu.

Fjallað er ítarlega um neikvæða afkomu erlendra banka í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi undir Tölublöð.