Hagnaður garðþjónustufyrirtækisins Garðlistar var tæplega 50,5 milljónir króna á síðasta ári og jókst um 20 milljónir milli ára. Rekstarafkoma félagsins án fjármagnskostnaðar var 60 milljónir króna og jókst um 23 milljónir króna milli ára.

Eigið fé félagsins var 208 milljónir króna í árslok og jókst um 30,5 milljónir milli ára. Skuldir og skuldbindingar alls námu tæpum 73 milljónum króna í lok árs og jukust þær um 20 milljónir milli ára. Stjórn félagsins leggur til að 30 milljónir króna verði greiddar í arð til eigenda félagsins