Hagnaður Ísfugls í fyrra nam tæplega 10,8 milljónum króna og dróst félagsins talsvert saman á milli ára - eða um 26,7 milljónir króna . Árið 2015 hagnaðist Ísfugl um 37,5 milljónir króna.

Rekstrartekjur félagsins námu ríflega 1,2 milljörðum króna og héldust að mestu leyti óbreytt. Rekstrargjöld Ísfugls fyrir árið 2016 námu 1.193 milljónum króna í fyrra samanborið við 1.145 milljónir króna árið áður. Þá hækkaði launakostnaður um 32 milljónir króna á milli ára. Eignir félagsins námu 535,8 milljónum króna í lok árs 2016 samanborið við 503,5 milljónir árið áður.

Eigið fé Ísfugls í lok árs 2016 var 190,2 milljónir króna og jókst milli ára. Skuldir félagsins jukust einnig milli ára, en í árslok 2016 námu þær 345,6 milljónum króna samanborið við 324 milljónir í lok árs 2015. Reykjabúið ehf. er eini hluthafi Ísfugls.