Hagnaður Iceland Seafood nam 262 milljónum á þriðja ársfjórðungi og jókst um 63% milli ára, og tekjurnar 13,3 milljörðum og jukust um fjórðung. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var nú í gær.

Bjarni Ármansson, framkvæmdastjóri félagsins, segir afkomuna góða þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi vegna skorts á íslenskum þorski.

Á fyrstu 9 mánuðum ársins námu tekjur Iceland Seafood námu 44 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins og jukust um 43% milli ára, og hagnaður rúmum 800 milljónum og rúmlega tvöfaldaðist.

Félagið var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, en hafði áður verið á First North markaðnum. Síðan þá hafa bréf þess hækkað um 2,3% og standa nú í 9,83 krónum á hlut. Hæst fóru þau í 10,26 um miðjan mánuð og höfðu þá hækkað um 6,8% frá skráningu á aðalmarkað.