KPMG hagnaðist um 379 milljónir króna á síðasta reikningsári sem lauk 30. september 2017 samanborið við 233 milljónir króna á reikningsárinu þar á undan.

Hagnaður fyrirtækisins jókst því um 63% milli ára. Rekstrarhagnaður hækkaði úr 258 milljónum króna í 433 milljónir króna. Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 380 milljónir í arð til hluthafa sem voru  39 í lok reikningsársins.

Eignir félagsins nema 2,1 milljarði, eigið fé 646 milljónum og skuldir 1,47 milljörðum.