Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 291 milljón króna á fyrri hluta ársins - sem er svipað og á sama tíma og í fyrra, en þá nam hagnaður Landsbréfa 285 milljónir. Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins.

Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 828 milljónum - þær námu 763 milljónir á sama tíma í fyrra. Eigið fé Landsbréfa í lok tímabilsins nam 2,7 milljörðum og eiginfjárhlutfall var 99,46%.

Í lok tímabilsins áttu 13 þúsund einstaklingar og lögaðilar fjármuni í sjóðum í stýringu Landsbréfa. Eignir í stýringu hjá Landsbréfum námu 152 milljörðum króna samanborið við 129 milljarða í upphafi árs.

Helgi Þór Arason, framkvæmdarstjóri Landsbréfa telur reksturinn hafa verið mjög góðan miðað við markaðsaðstæður. Er hann jafnframt bjartsýnn fyrir framtíð íslensks efnahagslífs, en telur hann þó að óvissa á erlendum mörkuðum hafa haft áhrif hér á landi.