Rikki Chan ehf., sem rekur kínverskan veitingastað undir sama nafni í Kringlunni og á Smáratorgi, hagnaðist um tæplega 18 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við rúmlega 18 milljóna króna hagnað árið áður. Veitingastaðurinn seldi veitingar fyrir 242 milljónir króna samanborið við 230 milljóna króna sölu árið áður. Rekstrarhagnaður nam 18 milljónum króna sem er sama niðurstaða og árið 2016.

Eignir félagsins námu 88 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé nam um 80 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall Rikka Chan var því 91%. Skammtímaskuldir félagsins námu samtals 7 milljónum króna í árslok 2017, en langtímaskuldir voru engar. Laun og launatengd gjöld námu 79 milljónum króna og hækkuðu um rétt rúmlega 11 milljónir króna frá fyrra ári.