Kaffi Rosenberg ehf. hagnaðist um 8,7 milljónir króna árið 2016 og jókst hagnaðurinn því á milli ára um nálega 4,5 milljónir milli ára, en félagið hagnaðist um 4,2 milljónir árið 2015. Rekstrartekjur Rosenberg námu 71,4 milljónum króna árið 2016 samanborið við 62,8 milljónir árið áður. Launakostnaður jókst hjá félaginu á milli ára.

Handbært fé Rosenberg í árslok 2016 nam 28,6 milljónum króna samanborið við ríflega 20 milljónir í lok árs 2015. Kári Sturluson keypti Café Rosenberg síðastliðinn febrúar. Ólafur Örn Ólafsson er framkvæmdastjóri Rosenberg