Skeljungur hagnaðist um 411 milljónir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 416 milljónir í fyrra að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Hagnaður á hlut var 0,20 sem er sami hagnaður á hlut og á sama tímabili í fyrra. Framlegð nam 2.1 milljarði króna og hækkar um 20,7% frá fyrsta ársfjórðungi 2018.

EBITDA nam 892 milljónum króna sem er 9,4% hækkun frá sama tímabili ársins 2018. Aðlöguð EBITDA var 848 m.kr. sem er hækkun um 19,0% frá sama tímabili ársins 2018. EBITDA framlegð var 42,3% miðað við 46,7% á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður eftir skatta nam 411 milljónum króna samanborið við 416 milljónir á sama tímabili í fyrra sem er 1,2% lækkun milli ára.

Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 19,0% samanborið við 22,6% á fyrsta ársfjórðungi 2018. Eigið fé í lok tímabilsins nam 9.4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall var 36,0%.