Hagnaður samstæðunnar jókst frá árinu á undan, þegar hann var 547,2 milljónir. Í ársreikningi segir að stjórn félagsins muni leggja tillögu um arð fyrir aðalfund félagsins. Tekjur af vörusölu samstæðu Veritas Capital jukust um 400 milljónir en rekstrargjöld um 370,9 milljónir og fjármagnsgjöld um 47,4 milljónir. Handbært fé samstæðu Veritas Capital hækkaði um 307,3 milljónir á árinu og var 415,7 milljónir í lok árs 2016, en var 108,5 milljónir í ársbyrjun. Arðsemi eigin fjár samstæðunnar lækkaði lítillega, úr 14,8% 2015 í 14,6% árið 2016. Hagnaður í hlutfalli af rekstrartekjum hækkaði hins vegar úr 3,4% árið 2015 í 3,7% og veltufjárhlutfall samstæðunnar úr 1,5 í 1,6.