Flugfélagið Air Atlanta Icelandic hagnaðist um 9,8 milljónir dollara á síðasta ári eða því sem nemur tæplega 1,1 milljarði króna og tæplega sexfaldaðist frá árinu 2016.

Tekjur námu 224 milljónum dollara og jukust um 4 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður ( EBIT ) nam 8,8 milljónum dollara og rúmlega fjórfaldaðist frá fyrra ári. Eignir félagsins í árslok námu 70 milljónum dollara á meðan skuldir þess námu 28,4 milljónum. Eiginfjárhlutfall var tæplega 60% í lok árs 2017.