Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf., sem gerir út fiskiskip og starfrækir fiskvinnslur í landi, hagnaðist um 32,3 milljónir evra (4,3 milljarða króna) á samstæðugrunni árið 2016, borið saman við 7,2 milljónir (rúmlega 1 milljarður króna) árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 7,8 milljónum borið saman við 10,8 milljónum árið áður.

Eignir samstæðunnar námu 137 milljónum í lok árs og var eiginfjárhlutfall félagsins tæplega 30%, en árið áður var það neikvætt. Handbært fé hækkaði um tæpar 2,5 milljónir evra. Stjórnin leggur til að greiddur verði út allt að 500 þúsund evrur í arð til hluthafa í ár. Framkvæmdastjóri Vísis er Pétur Hafsteinn Pálsson.