Lánasjóður sveitarfélaga hagnaðist um 700 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Hagnaðist fyrsta ársfjórðungs árið 2015 nam 414 milljónum.

Heildareignir sjóðsins voru að upphæð 76.719 milljónir króna í lok tímabilsins, en voru 77.111 milljónir í árslok 2015. Heildarútlán sjóðsins námu 71.045 milljónum króna í lok tímabilsins samanborið við 71.574 í árslok 2015.

Eigiðfé var að upphæð 16.889 milljónir á móti 16.712 milljónum í árslok 2015. Það hefur því hækkað um 1% á tímabilinu. Vegið eiginfjárhlutfall er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 80% en var 79% í árslok 2015.

Lánasjóðurinn tilkynnti einnig í dag áform um útboð á skuldabréfaflokkum LSS150224, LSS150434, LSS151155. Útboðin fara samkvæmt tilkynningu fram 31. ágúst 2016. Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 500 milljónir króna að nafnvirði.