Smith & Norland hf. er innflutnings- og verslunarfyrirtæki sem hefur þjónustað íslenska rafvirkja og rafverktaka allt frá árinu 1920.Samkvæmt ársreikningi félagsins hagnaðist fyrirtækið um 10,7 milljónir árið 2015. Hagnaður ársins á undan nam 10,6 milljónum.

Á efnahagsreikningi félagsins kemur fram að eignir ársins nemi 833,4 milljónum króna og var bókfært eigið fé í árslok 402,1 milljónir króna.

Eiginfjárhlutfall félagsins nam 48%. Hluthafar Smith & Norland hf. voru í árslok fjórir og er stærsti hluthafinn Margrét Norland sem á 60% í félaginu.

Rekstrartekjur ársins námu 1.359 milljónum, samanborið við 1.104 milljónir í fyrra.